24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

32. mál, fjarskipti

*Bergur Jónsson:

Herra forseti! Ég vil aðeins beina því til n., þar sem ég veit, að eru orðhagir menn, að reynt verði að finna eitthvert heppilegra nafn á l. en þau bera nú. Það er bókstaflega ómögulegt að skilja það án þess að lesa fyrst lögin og útskýringarnar á því. Ég sé í nál. á þskj. 81, að ýmsir nm. eru óánægðir með málfar frv. eða sum vafasöm nýyrði þar, sem virðast eins vel geta þýtt eitthvað allt annað en þeim er ætlað að merkja. Ég get aldrei fengið svo ákveðið hugtak út úr orðinu fjarskipti, að geti talizt viðunandi heiti á lögum.