12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (47)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Ísleifur Högnason:

Mér þykir ekki svar hæstv. félmrh. fullnægjandi, og mun ég því ítreka fyrirspurn mína. Til þess að gera hana ljósari, skal ég vitna í dagblaðið Vísi, en þar stendur þessu viðvíkjandi:

„Í leiðara blaðsins í dag skýrir Árni Jónsson alþm. frá því, að ýmsar upplýsingar hafi komið fram á fundi þessum, sem valdið hafi því, að margir þeir þingmenn, sem ekki hafi getað hugsað til þess, að kosningum yrði undir neinum kringumstæðum frestað, séu alveg hiklaust þeirrar skoðunar eftir fundinn, að kosningar verði óframkvæmanlegar nú. Hins vegar sé ekki heimilt að skýra frá upplýsingurri þessum að svo komnu máli opinberlega“ .

Þess vegna vil ég nú endurtaka fyrirspurn mína um, hvort ekki sé hægt að fá þetta upplýst. Okkur, þessum þremur þingmönnum, er það nauðsynlegt, ef við eigum að greiða atkv. um tillögu, sem yrði lögð fram af ríkisstj. að þessu lútandi.