20.02.1941
Neðri deild: 4. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (607)

6. mál, happadrætti

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég vil svara fyrirspurnum hv. þm. N.-Þ. um það, hvort fé það, sem fæst með þessari hækkun á verði happdrættismiða, eigi ekki að fara til annars en standa straum af þeim kostnaði, sem þegar hefur verið stofnað til. Um þetta er ekki auðvelt að fullyrða nokkuð. En þær upplýsingar, sem lagðar hafa verið fram um kostnaðarauka við bygginguna af völdum aukinnar dýrtíðar, virðast réttlæta fullkomlega þessa hækkun á verðinu, enda getur svo farið, að þessi kostnaðarauki verði enn meiri. Öðru get ég ekki svarað þessari fyrirspurn. Það, sem nokkrir hv. þm. hafa verið að ræða um, er frv. óviðkomandi. Þeir eru að tala um það, hvort háskólinn eigi að ráða því, hvernig ráðstafað sé fé því, sem hann hefur undir höndum. En um þetta stoðar ekki að tala hér. Það mál verður að taka upp allt öðruvísi.