13.05.1941
Efri deild: 59. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

6. mál, happadrætti

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Það er aðeins fyrir atvik eða óhapp, að þetta frv. var ekki afgr. fyrr en nú. Það var í sambandi við það, þegar einn nm. var veikur og fundir féllu niður. Hafði ég þá skrifað hjá mér, að þetta mál væri afgr., og hef því ekki tekið eftir því fyrr en nú, að það hefur í raun og veru ekki verið afgr. Annars er enginn ágreiningur um málið í n., og mælir hún. með því, að frv. verði samþ.

Það eru bráðabirgðal., sem gefin voru út, og efni þeirra er ekkert annað en það, að verð miða verði hækkað til þess að mæta gildi peninganna, og náttúrlega verður vinningaupphæðin þá einnig hækkuð í sama hlutfalli við hækkun miðanna.

Þetta fyrirkomulag er komið í framkvæmd, og má geta þess í því sambandi, að yfirleitt hefur þetta mælzt vel fyrir, og því fer fjarri, að menn hætti að taka þátt í happdrættinu af þessum sökum, því að nú sem stendur hefur tala þeirra, sem þátt taka í því, aukizt.

N. mælir því með því, að þetta frv. verði afgr. óbreytt.