08.05.1941
Neðri deild: 54. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í B-deild Alþingistíðinda. (675)

17. mál, loftvarnir

Frsm. (Vilmundur Jónsson) :

Það er ekki hið sama, hvort talað er um hernað eða hernaðaraðgerðir. Þetta frv. á ekki við hernað yfirleitt, heldur aðeins við beinar hernaðaraðgerðir, eins og loftárásir, og er það þrengra hugtak en hernaður. Hættur af hernaði gætu m. a. náð til siglingateppu og fjárhagsvandræða í sambandi við styrjaldir.

Án þess að ég geri það að nokkru kappsmáli, hygg ég, að brtt. eigi ekki rétt á sér og ætti því ekki að ná samþykki.