22.04.1941
Neðri deild: 42. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

20. mál, alþýðutryggingar

Haraldur Guðmundsson:

Ég er sammála till. n. á þskj. 221, að undanteknum f-lið fyrstu till., þar sem lagt er til, að lífeyrissjóðsgjald samkv. 2. tölul. 49. gr. alþýðutryggingal. miðist við umreiknaðar tekjur. Samkv. þessu gjaldi alþýðutryggingal. ber að greiða til sjóðsins 1% af skattskyldum tekjum, alveg án tillits til þess, hvort þær eru háar eða lágar, þ. e. a. s. gjaldið er ákveðið hundraðsgjald, en fer ekki stighækkandi eins og tekjuskatturinn. Þær krónur, sem greiddar eru til lífeyrissjóðsins, verða því verðminni sem dýrtíðin eykst meira, og verða því að fjölga sem dýrtíðinni nemur, ef sjóðurinn á einskis í að missa.

Ég skal taka það fram í sambandi við e-lið sömu till., að inn í hann þyrfti sennilega að bæta tilvísun til ákvæðanna í l. um tekjuskatt, sem væntanlega verða afgr. á þessu þingi, um umreikning hreinna tekna, Bezt væri því, ef n. vildi fallast á að taka báða þessa liði aftur til 3. umr.