22.04.1941
Neðri deild: 42. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (692)

20. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Gísli Guðmundsson) :

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. Seyðf. sagði síðast, hygg ég, að n. hafi litið svo á, að breyt., sem farið er fram á að gera í f-lið brtt. við 1. gr., væri í samræmi við þá breyt., sem felst í e-lið, þ. e. a. s. um það hámark tekna, sem sett er sem skilyrði fyrir því, að menn njóti hlunninda í sjúkrasamlögum. Annars geri ég ráð fyrir, að n. sé fús til að taka þetta atriði sérstaklega til athugunar fyrir 3. umr., og sé ég ekki, að það gerði nokkuð til, þó að brtt. væri samþ. við þessa umr., því þá er hægt að gera brtt. aftur við 3. umr. Brtt., sem hér liggur fyrir á þskj. 237, skildist mér mundi verða tekin aftur til 3. umr.