27.03.1941
Neðri deild: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (JörB) :

Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Árn. vil ég geta þess, að ég hef átt tal við form. fjhn, og óskað eftir, að mál þetta fengi skjóta afgreiðslu, einkum með tilliti til þeirra útreikninga, sem gera þarf í því sambandi og þurfa að vera tilbúnir um næstu mánaðamót. Form. fjhn. tjáði mér; að frá sinni hálfu væri ekkert því til fyrirstöðu, að málið fengi afgr., en þó mun um einhverja hindrun vera að ræða innan n. Þegar álit fjhn. liggur fyrir, má vænta þess, að málið fái skjóta afgreiðslu, því að eins og hv. 2. þm. Árn. tók fram áðan, var fullt samkomulag um það innan flokkanna.

Vegna ummæla hv. 4. þm. Reykv. vil ég . geta þess, að þegar ég sá, að hæstv. ríkisstj. hafði borið fram. sams konar frv. í Ed. og þm. Sósíalistafl. höfðu flutt hér, og þar sem vænta mátti, að afgreiðslu stjfrv. yrði hraðað sem mest, tók ég ekki frv. þeirra á dagskrá hér, og vænti ég, að hv. þm. skilji, að sú er ein ástæðan. Um hug hv. þm. til málsins hefur enginn þurft að efast.