10.05.1941
Neðri deild: 56. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 402 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

135. mál, friðun æðarfugls

Frsm. (Bergur Jónsson):

Þetta frv. er mjög líkt því, sem var hér síðast á dagskrá (frv. til l. um eyðing svartbaks). Tilgangurinn er að vernda æðarvarp hér á landi eins vel og við verður komið. Ég vil aðeins sem ástæðu fyrir því leyfa mér að vísa til fylgirits þess, er liggur fyrir hv. þm., um æðarvarp og dúntekju á Íslandi, eftir Finn Guðmundsson, og óska eftir því að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Það er aðeins hert nokkuð á ákvæðunum um verndun þessa nytjafugls, til þess að auka þau hlunnindi, sem honum fylgja.