17.02.1941
Efri deild: 1. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Setning fundar í efri deild

Að loknum fyrsta fundi í sameinuðu þingi var 1. fundur efri deildar settur. Deildina skipuðu þessir þingmenn:

1. Árni Jónsson, 9. landsk. þm:

2. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

3. Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafnf.

4. Brynjólfur Bjarnason, 1. landsk. þm.

5. Einar Árnason, 2. þm. Eyf. ,

6. Erlendur Þorsteinsson, 10. landsk. þm.

7. Hermann Jónasson,. þm. Str.

8. Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M.

9. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

10. Jónas Jónsson, þm. S.-Þ.

11. Magnús Gíslason, 11. landsk. þm.

12. Magnús Jónsson, l. þm. Reykv.

13. Páll Hermannsson, 2. þm. N.-M.

14. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N.- M.

15. Sigurjón Á. Ólafsson, 2. landsk. þm.

16. Þorsteinn Þorsteinsson, 5. landsk. þm.

Allir deildarmenn voru á fundi, nema 10. landsk. þm., sem var ókominn til þings, og 1. þm. Reykv., sem boðað hafði forföll. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, kvaddi elzta þingmann deildarinnar, Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M., til þess að gangast fyrir kosningu forseta deildarinnar. Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Pál Hermannsson, 2. þm. N.-M., og Bjarna Snæbjörnsson, þm. Hafnf.