28.05.1941
Efri deild: 70. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í B-deild Alþingistíðinda. (803)

135. mál, friðun æðarfugls

Ingvar Pálmason:

Samkv. því, sem ég lýsti við 2. umr., hef ég borið fram brtt. á þskj. 664. Brtt. skýrir sig sjálf, en hún fjallar um að fella niður heimildina til varpeigenda að greiða þeim mönnum, er varp hirða, borgun fyrir starf sitt í eggjum, ef þeir óska. Tel ég rétt að reyna á þegnskap þeirra manna, er mest eiga í húfi um æðarfuglaræktina, að ræna ekki eggjunum. Ég geri ráð fyrir, að þessi brtt. fái fylgi hv. deildar, og hirði ekki um að fjölyrða um till. frekar, nema sérstakt tilefni gefist.