06.06.1941
Sameinað þing: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í B-deild Alþingistíðinda. (838)

159. mál, fjáraukalög 1939

Frsm. (Helgi Jónasson) :

Herra forseti! Fjvn. hefur athugað frv. þetta og borið það saman við ríkisreikninginn og fjárl. fyrir árið 1939 og fundið þrjár smávægilegar reikningsskekkjur. Í fyrsta lagi í 6. gr. A, 6. lið c. Er þessi 6. liður um skrifstofukostnað tollstjórans í Reykjavík, og er c-liður hans talinn kr. 21646.68, sem er of há tala í frv. Í öðru lagi er skekkja í 6. gr. A,21, þar sem munar mjög litlu, eða 11 aurum. Í þriðja lagi er skekkja í 9. gr. B. IV, sem er mest af þeim þremur skekkjum, sem n. fann við frv., þar sem munar rúmlega 30 þús. kr.

Samkv. þessu hefur fjvn. borið fram brtt. í nál. sínu um leiðréttingar á þessum villum í frv. En hv. þm. eru beðnir að athuga það, að í 2. brtt. n. er prentvilla, þar sem stendur „6. gr. A. 22“, en á að vera: 6. gr. A. 21.

Aðrar skekkjur fann fjvn. ekki og leggur til, að frv. verði samþ. með þessum breyt., sem sjá má á nál. á þskj. 670.