20.05.1941
Neðri deild: 63. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Á síðasta þingið var það ákveðið í sérstökum lögum, að einn eyrir af benzínskattinum skyldi lagður til hliðar til brúagerða. Ég fylgdi þá þessu máli, vegna þess að reynslan hefur verið sú, að það

hefur verið mjög erfitt að fá fjárveitingu til hinna stærri og kostnaðarsamari brúa, vegna þess hvað ásóknin hefur verið mikil um byggingu hinna smærri brúa. Þess vegna var mjög erfitt að koma stærri fjárveitingu í þessu skyni inn í fjárlögin: Út frá þessu sjónarmiði var sett fram till. um það að stofna sérstakan brúasjóð, sem ekki varð að sérstökum lögum, en í þess stað var ákveðið, að einn eyrir af benzínskattinum skyldi lagður til hliðar til þessara framkvæmda.

Ég er hv. n. þakklátur fyrir það, að meiri hl. hennar, eða 4 af 5 nm., hefur lagt til, að þessu yrði haldið áfram eins og ákveðið var með l. í fyrra. Það væri náttúrlega ekki viðunandi fyrir þingið að breyta þessu nú þegar í stað, eftir að þessi ákvæði hafa verið sett í l. Ég veit, að þeir, sem hafa gert sér vonir um að fá afgreiðslu á þessu máli, mundu verða fyrir ákaflega miklum vonbrigðum, ef nú yrði horfið að því ráði að fella niður ákvæðin, sem þá voru sett. Ég vildi þess vegna taka undir með meiri hl. n. í þessu efni og vænti þess, að þessi till. verði samþ. Ég heyrði ekki heldur betur en að hæstv. fjmrh. mælti líka með því, að þessi breyt. yrði gerð á frv., og var það í samræmi við það, sem gert er ráð fyrir, að fram kæmi í sambandi við þetta mál.