12.06.1941
Efri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Bernharð Stefánason:

Ég þakka hv. form. allshn. fyrir þessa yfirlýsingu. Það er alls ekki rétt hjá honum, að það hafi ekki verið í fullri alvöru, sem minnzt var á þetta mál, því að það var það, en ég varð þess var úr vissri átt, að talið var , að það hefði komið til n., að við flm. hefðum ekki svo mikinn áhuga á þessu máli.

Hann minntist á það, að það væri ekki svo langt á milli okkar hér í deildinni, og ég hefði ekki gengið eftir þessu hjá honum eða öðrum nm., en það er ekki rétt. Ég hef kannske ekki beint talað um það við hann, en ég hef talað um það við meðnm. hans, sem er flokksbróðir minn, og það er nú venjulega þannig, að menn snúa sér frekar til flokksbræðra sinna, og hann hlýtur að kannast við það. Ég bað hann enn fremur fyrir skjal viðkomandi þessu máli, sem ég óskaði, að yrði prentað sem fylgiskjal með nál. Mín ósk var því vitanlega sú, að n. afgr. málið, sem skylda hennar var.