12.06.1941
Efri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Ingvar Pálmason:

Út af fyrirspurn hv. 1. þm. Eyf. um frv. það, sem er fyrir nokkrum dögum komið til sjútvn., um breyt, á 1. um dragnótaveiði í landhelgi, vil ég aðeins svara því, að eins og honum er kunnugt og kom fram í fyrirspurn hans, þá er þetta mikið deilurnál.

N, hefur aðeins minnzt á það á einum fundi og tók þá enga afstöðu til málsins, en ég get ljóst því yfir, að þetta mál er þannig vaxið, að það liggur fyrir Alþingi áskorun, bæði með og móti, og hvað mig snertir, þá tel ég, að það hafi ekki enn komið í ljós, hvort sú breyt., sem gerð var á þessum l. á síðasta þingi, sé sú rétta leið í þessu efni, sem ég tel þó miklar líkur til.

Ég get ekki sagt um þetta fyrir hönd minna meðnm., en ég lít þannig á þetta, að þar sem þetta er mikið deilumál, þá sé rétt að láta þau lagaákvæði, sem sett voru á síðasta þingi, sýna betur, hvort þau ná þeim tilgangi, sem ætlazt var til með þeim, áður en farið er að vinna að málinu á ný, og þess vegna má gjarnan falla sá dómur á mig sem form, n., að ég hafi ekki flýtt fyrir málinu. Ég vildi gjarnan, að þetta sé skjalfest, svo það sjáist, að meðnm. mínir eru ekki sekari en ég, nema síður sé, en þó held ég, að mér sé óhætt að segja, að hv. þm. Vestm. hafi eitthvað svipaða skoðun á þessu máli og ég.

Að því er snertir hina fyrirspurn hv. þm., um hitaveitumál Siglufjarðar, þá vil ég taka það fram að gefnu tilefni, að það eru a. m. k. 3 vikur síðan hv. 1. þm. Eyf. afhenti mér plagg, sem hann óskaði eftir að kæmi í nál. á sínum tíma. Ég svaraði honum þá frá mínu eigin brjósti, a. m. k. ber ég ábyrgð á því, að afstaða mín í n. væri sú, að ég teldi þetta mál vera þannig, að engin ástæða væri til þess fyrir Alþingi að blanda sér í það að svo komnu. Ég skal játa það, að hann taldi, að þó að svo kynni að vera ástatt fyrir n., þá óskaði hann, að það kæmi fram nál., sem hefði fólgna í sér dagskrá, ef n. gæti ekki fallizt á frv. eins og það lægi fyrir.

Ég tel rétt, að þetta komi líka fram, úr því að þess var getið, að ég væri líka að nokkru leyti við málið riðinn. — Ég sé svo ekki ástæðu til þess, að skýra nánar frá þessu.