15.05.1941
Neðri deild: 60. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (908)

21. mál, húsaleiga

Skúli Guðmundsson:

Það er aðeins eitt atriði í 1. gr., sem ég vildi óska skýringar á, eins og það nú liggur fyrir. Í 2. málsgr. 1. gr. stendur, að það sé heimilt að hækka eftir mati leigu eftir húsnæði sökum verðhækkunar á eldsneyti o. s. frv. Hins vegar er ekkert fram tekið um það, hver eigi að framkvæma þetta mat. Ég vildi beina því til n., hvort ekki sé þörf á að taka það fram, hver eigi að framkvæma þetta mat.