17.06.1941
Sameinað þing: 20. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1286 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

Kosning ríkisstjóra

Forseti (HG):

Herra Sveinn Björnsson! Þér hafið verið kosinn ríkisstjóri Íslands á fundi Alþingis í dag, til jafnlengdar næsta ár, og ber

yður nú að undirrita eiðstaf eða drengskaparheit um að halda stjórnarskrá ríkisins.

[Skrifstofustjóri Alþingis, Jón Sigurðsson, lagði fyrir ríkisstjóra til undirskriftar, í tveim eintökum, svo hljóðandi drengskaparheit:

„Ég undirritaður, sem kosinn er ríkisstjóri Íslands, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og mannorði, að halda stjórnarskrá ríkisins.

Gert í tveim samhljóða eintökum.

Reykjavík, 17. júní 1941.“

Þingmenn risu úr sætum sínum og stóðu meðan ríkisstjóri undirritaði heitið.

Að því loknu afhenti skrifstofustjóri forseta drengskaparheit ríkisstjórans.]