12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í B-deild Alþingistíðinda. (940)

134. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Ég vil geta þess, að í frv., sem liggur til grundvallar þessu frv. og flutt var á undanförnum þingum af okkur hv. 5. þm. Reykv., var ekki farið inn á eitrunina. Nú er eitrun hins vegar heimiluð í núgildandi l., og þó að ég sé ekki sjálfur hrifinn af þeirri aðferð, þekki ég þó svo mikið til þess, hver vágestur svartbakurinn er í æðarvarpi hér á landi, að ég mundi ekki setja það fyrir mig. Þetta er svo mikilsvert mál, að svo búið má ekki standa. Fer ég því fram á það, að hv. d. lofi málinu að fara nú þegar gegnum þessa umr., með skírskotun til þess, að álitsgerð frá tveim mönnum, öðrum en. Finni Guðmundssyni, mun verða lögð fyrir hv. Ed., en málið hins vegar svo seint fram komið, að flýta verður því sem mest hér í hv. d., svo að hv. Ed. geti fengið tíma til að afgreiða það fyrir sitt leyti.