12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

134. mál, eyðing svartbaks

Pálmi Hannesson :

Ég vil spyrjast fyrir um það, hvort ekki megi skoða það sem leiðréttingu í 3. gr., þar sem sagt er, að bannað sé að hagnýta á nokkurn hátt svartbaka, sem finnast dauðir, o. s. frv., að fuglsheitið sé haft í eintölu og sagt, að bannað sé að hagnýta svartbak. Mundi fara öllu betur á þessu. (BJ: Jú, það mun ekkert vera því til fyrirstöðu).