12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

134. mál, eyðing svartbaks

Garðar. Þorsteinsson:

Það er fróðlegt að heyra það, að öll hæstv. ríkisstj. stendur að því að drepa fugla á eitri. En hefur hæstv. stj. rannsakað það, hvernig farið gæti, ef fugl hefði t. d. étið eitrið og stæði einhvers staðar, án þess að eitrið væri farið að verka á hann, svo kæmi veiðimaður og skyti fuglinn, sem síðan væri neytt af mönnum? Hefur hún tryggingu fyrir því, að eitrið gæti ekki líka verkað á þá menn, sem neyttu fuglsins?