12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

134. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Ég vil undirstrika það, sem hæstv. forsrh. tók fram áðan, að í núgildandi l. er eitrun leyfð, og í Dalasýslu, til dæmis, er beinlínis skylt að eitra fyrir svartbak. Og ég veit ekki til þess, að eitrun hafi orðið öðrum skepnum eða mönnum til tjóns. Það er því óþarfi af hv. 7. landsk. að vera með þessa hótfyndni.

Um fyrirspurn hv. þm. Borgf. er það að segja, að hún á meiri rétt á sér, en ég hygg þó, að rétt væri, að nokkurt gjald kæmi á sýslur og hreppsfélög, því að það yrði til þess að hvetja sýslumenn og hreppstjóra til að ganga ríkar eftir sönnunum fyrir drápi svartbaka.