20.05.1941
Neðri deild: 63. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

150. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Bergur Jónsson):

Síðan mál þetta var til 2. umr., hefur það verið athugað í allshn., sem hefur fundizt rétt að veita 3 nýjum mönnum ríkisborgararétt. Í samræmi við það hefur hún borið fram brtt. á þskj. 573 og 578.

Að því er snertir fyrri manninn, sem nefndur er á þskj. 573, þá fullnægir hann öllum skilyrðum til að öðlast ríkisborgararétt. — Síðari maðurinn hefur ekki verið hér í 14 ár fyrr en 1. okt. 1941, og er því ætlazt til, að 1. öðlist ekki gildi hvað hann snertir, fyrr en eftir að hann hefur uppfyllt 10 ára skilyrðið.

Maður sá, sem nefndur er á þskj. 578, Baarregaard, hefur ekki verið hér í 10 ár fyrr en 31. ág. 1941, og er því sams konar brtt. við 2. gr. frv. að því er hann snertir.