09.07.1941
Sameinað þing: 1. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

Ríkisstjóri setur þingið

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til alþingishússins, fundarsals neðri deildar. Þessir þingmenn voru til þings komnir:

1. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V.-Ísf.

2. Bergur Jónsson, þm. Barð.

3. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

4. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr.

5. Bjarni Bjarnason, 2. þm. Árn.

6. Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafnf.

7. Brynjólfur Bjarnason, 1. landsk. þm.

8. Einar Árnason, 2. þm. Eyf.

9. Eiríkur Einarsson, 8. landsk. þm.

10. Emil Jónsson, 6. landsk. þm.

11. Erlendur Þorsteinsson,

10. landsk. þm.

12. Eysteinn Jónsson, 1. þm. S.- M.

13. Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

14. Garðar Þorsteinsson, 7. landsk. þm.

15. Gísli Sveinsson, þm. V.-Sk.

16. Haraldur Guðmundsson, þm. Seyðf.

17. Helgi Jónasson, 2. þm. Rang.

18. Hermann Jónasson, þm. Str.

19. Héðinn Valdimarsson, 3. þm. Reykv.

20. Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M.

21. Ísleifur Högnason, 4. landsk. þm.

22. Jakob Möller, 2. þm. Reykv.

23. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

24. Jóhann G. Möller, 6. þm. Reykv.

25. Jóhannes Jónasson, 4. (vara)þm. Reykv.

26. Jón Ívarsson, þm. A.- Sk.

27. Jón Pálmason, þm. A.- Húnv.

28. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.

29. Magnús Gíslason, 11. landsk. þm.

30. Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.

31. Ólafur Thors, þm. G. K.

32. Páll Hermannsson, 2. þm. N.- M.

33. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N: M.

34. Pálmi Hannesson, 1. þm. Skagf.

35. Pétur Ottesen, þm. Borgf.

36. Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.

37. Sigurður Kristjánsson, 5. þm. Reykv.

38. Sigurjón Á. Ólafsson, 2. landsk. þm.

39. Skúli Guðmundsson, þm. V.- Húnv.

40. Stefán Stefánsson, 3. landsk. þm.

41. Steingrímur Steinþórsson, 2. þm. Skagf.

42. Sveinbjörn Högnason, 1. þm. Rang.

43. Þorsteinn Briem, þm. Dal.

44. Þorsteinn Þorsteinsson, 5. landsk. þm.

Voru framantaldir þingmenn allir á fundi. En ókomnir voru til þings þessir alþingismenn:

1. Árni Jónsson, 9. landsk. þm.

2. Gísli Guðmundsson, þm. N.-Þ.

3. Jónas Jónsson, þm. S.– Þ.

4. Thor Thors, þm. Snæf. Ríkisstjóri setur þingið.

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis, kom ríkisstjóri, Sveinn Björnsson, inn í salinn, gekk til ræðustóls og mælti:

Í ríkisráði 7. þm. var gefið út svo látandi opið bréf:

Ríkisstjóri Íslands

gerir kunnugt: að ég samkvæmt stjórnarskrá konungsríkisins Íslands 18. maí 1920 hef ákveðið, að Alþingi komi saman til aukafundar miðvikudaginn 9. júlí 1941, kl. 13.

Um leið og ég birti þetta, er öllum þeim, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur, og verður þá Alþingi sett, eftir að guðsþjónusta hefur farið fram í dómkirkjunni.

Gert í Reykjavík 7. júlí 1941.

Sveinn Björnsson.

Hermann Jónasson.

Opið bréf, er stefnir saman Alþingi til aukafundar miðvikudaginn 9. júlí 1941.“

Samkvæmt bréfi því, er ég hef nú lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi Íslendinga , er sett. Er þetta þing 57. löggjafarþing og 13. aukaþing í röðinni, en 72. samkoma frá því er Alþingi var endurreist.