14.10.1941
Sameinað þing: 1. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (1)

Kosning forseta og skrifara

Aldursforseti (IngP) :

Þá hefst fundur að nýju. En vegna þess að margir þingmenn hafa óskað þess að geta verið við minningarguðsþjónustu, sem fram á að fara í dómkirkjunni um skipverja þá, er fórust með e/s Heklu, verður fundi frestað til kl. 3.15 í dag.

Kl. 3,15 s. d. var fundinum fram haldið. Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jörund Brynjólfsson, 1. þm. Árn., og Sigurð E. Hlíðar, þm. Ak.

Kosning forseta og skrifara. Aldurforseti (IngP) : Ég vil gera það að tillögu minni, að ekki verði nú látin fram fara skrifleg kosning forseta sameinaðs Alþingis, heldur ákveðið, að forseti skuli vera hinn sami og á síðasta þingi. En til þess þarf afbrigði frá þingsköpum.