18.11.1941
Efri deild: 15. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (135)

4. mál, húsaleiga

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Þetta frv. þarf ekki mikillar skýringar við. Á sínum tíma voru gefin út brbl. shlj. frv., sem lagt var fyrir hv. Nd. Húsnæðisvandræðin ollu því, að ríkisstj. fannst nauðsynlegt að grípa til óvenjulegra. ráða. Brbl. voru út gefin eingöngu til þess að reyna að nota sem bezt það húsnæði, sem fyrir hendi var á hverjum stað, og þannig, að það væri fyrst og fremst fyrir íbúa staðanna: Það tókst að greiða úr verstu vandræðunum, eins og kunnugt er.

Ég skal geta þess, að í hv. Nd. komu inn í frv. þrjár breyt., í fyrsta lagi við 6. gr., frv., síðustu gr. þess, sem var 5. gr., um að við gr. bættist, að l. skyldu gilda til 15. júní 1942. Þegar sú brtt. var til umr. í Nd., lýsti ég yfir því, að ég áliti ekkert athugavert við það, þó að Alþ. undirstrikaði þann vilja sinn, að 1. yrðu í gildi svo stutt sem hægt væri. En vel má svo fara í vor, að ekki verði hægt að afnema 1. Ef Alþ. hefur ekki fyrir þann tíma framlengt þau, verður sú ríkisstj., sem þá situr, að rannsaka, hvort unnt sé að afnema þau. Komist hún að þeirri niðurstöðu, að ástandið hafi ekki batnað, er sjálfsagt, að sú ríkisstj. framlengi brbl.

Þá var ný gr. sett inn í frv. í Nd., um yfirdómstól yfir húsaleigun. Ég lét þess getið í Nd., að ég gæti ekki mælt með þeirri till., því að hún getur orðið til þess að seinka úrskurðum húsaleigun. Einkum mundu, þar sem yfirdómstóllinn ætti sæti í Rvík. úrskurðir fasteignanefnda utan Rvíkur dragast bagalega. Það var einu sinni talin góð lögfræðileg regla, að betri væri fljótar vafasamur dómur en mikill dráttur. Ég vil spyrja hv. d., hvort hún vill ekki taka þetta atriði til athugunar.

Þar sem ástæða er til að ætla, að ekki sé eftir langur tími þings, vildi ég mælast til, að afgreiðsla frv. gengi sem fljótast. Ég vil ekki leggja til, að því verði vísað til n., en allshn. getur samt tekið það til athugunar.