19.11.1941
Efri deild: 22. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (141)

4. mál, húsaleiga

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti! Þetta mál, sem hér liggur fyrir, er flutt af ríkisstj., hæstv. félmrh. Þetta eru brbl., útgefin 13. sept. s. 1. Mál þetta kom fram í Nd. og hefur legið þar mestan hluta þess tíma, sem þingið hefur nú setið að störfum.

Um efni þessa frv. skal ég vera fáorður, en það dregur enginn í efa, að efni þess sé þess eðlis, að brýna nauðsyn hafi borið til að setja þessi brbl. Og er ekki því að neita, að hið mikla vandræðaástand, sem skapazt hafði, sérstaklega hér í Reykjavík, varð þess valdandi, að brbl. voru gefin út, þar sem ekki var langt síðan þingið hafði gengið frá breyt. á húsaleigul., sem reyndust ekki fullnægjandi til að bæta úr þörfinni.

Undir meðferð málsins í hv. Nd. tók frv. nokkrum breyt., en það voru aðallega 3 verulegar efnisbreyt., sem á því voru gerðar þar.

Allshn. þeirrar d. var sammála um að gera þá breyt., að l. skyldu gilda til 15. júní næsta árs, þ. e. a. s. brbl. Skilst mér, að þar hafi verið reynt að leiða saman ólík sjónarmið innan n. og þetta orðið niðurstaðan til samkomulags. En þótt þetta verði samþ., þá liggur það í hlutarins eðli, að ef 1. verða samþ. nú, þá verða þau raunverulega að gilda til 1. okt. næsta árs í einhverri mynd.

Önnur veruleg efnisbreyt. komst inn fyrir tilstuðlan tveggja hv. þm., en hún er í því fólgin, að sett skuli á stofn yfirhúsaleigunefnd fyrir allt landið, 5 manna nefnd, eins og gr. hermir, en til þessarar n. á að vera hægt að vísa málum, sem húsaleigunefndir bæjanna hafa fjallað um. Hér er m. ö. o. gert ráð fyrir að stofna landsnefnd, sem eigi að vera nokkurs konar yfirdómstóll í þessum málum.

Þriðja breyt. er í því fólgin, að húsnæði, sem ekki er íbúðarhúsnæði, skuli ekki vera hægt að segja upp, nema eigandi þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig. Með þessu er gengið inn á nýja braut í þessum l., því að fram að þessu hafa l. fyrst og fremst fjallað um íbúðarhúsnæði, en með þessari breyt. er ætlazt til, að l. nái til hvers konar húsnæðis, sem er til leigu. Mér skilst, að þessi till, hafi haft svo mikið fylgi í Nd., að það megi líta svo á, að sú d. sé nokkurn veginn á þeirri skoðun, að inn á þessa braut beri að halda.

Þegar málið kom hingað til d., var því beint til allshn. að hraða afgreiðslu þess sem mest. N. kom saman á skyndifund og var sammála um að mæla með þessari löggjöf yfirleitt. Þó skrifuðu 2 nm. undir nál. með fyrirvara, og flytja þeir brtt. á þskj. 59 og 60. Skal ég síðar gera grein fyrir minni brtt., en geri ekki brtt. á þskj. 60 að umtalsefni.

Eftir að þessi afstaða var tekin hjá n., kom hæstv. félmrh. að máli við okkur og taldi, að stefna mundi til öngþveitis, ef frv. gengi fram óbreytt. Mér er kunnugt um, að húsaleigunefndin hér telur sér ekki unnt að starfa, ef breyt., sem felst,í 4. gr., verði samþ., en sú gr. gengur út frá, að öllum úrskurðum húsaleigunefndar megi áfrýja til yfirnefndar. Við nánari athugun á 1. eins og þau eru frá síðasta þingi má sjá, að skv. 6. gr. þeirra l. er það fyllilega tilætlun löggjafans, að úrskurðum húsaleigunefndar, sem snerta allt annað en mat á húsnæði, megi áfrýja til fógetaréttar og síðan til hæstaréttar, ef þurfa þykir. Ég held, að með þessu móti sé réttur almennings tryggður. Ef nú væri búið til 4. dómstigið í þessum málum, þ. e. þessi yfirhúsaleigunefnd, mundi það tefja svo fyrir öllum úrskurðum, að vandræði hlytust af. N. tók þetta til athugunar og ber fram brtt. á þskj. 67 bæði hvað snertir þessa gr. og 2. gr.

Skal ég þá víkja að brtt. n. Eins og ég gat um, hefur í Nd. komið inn nýtt ákvæði í frv. við 5. g ., en í 1. gr. er í raun og veru vikið að því sama. N. fannst betur fara á að samræma þetta í eina gr. og tekur þar undir till. Nd., að óheimilt sé að segja upp hvers konar húsnæði, nema leigusali hafi þess brýna þörf fyrir sig eða skyldmenni í beinni línu, þ. e. föður, móður, börn eða fósturbörn, og sé það lagt undir dóm húsaleiganefndar. Önnur brtt. n. við 4. gr. gerir ráð fyrir, að yfirhúsaleigunefnd verði skipuð eftir því, sem Nd. hefur gert ráð fyrir, en verksvið þeirrar n. sé aðeins að vera yfirmatsnefnd á mati húsaleigunefndar á húsnæði, þar sem 6. gr. l. gerir ráð fyrir, að öðrum úrskurðum húsaleigun. megi áfrýja til fógetaréttar, eins og ég hef áður lýst.

Í samræmi við 1. brtt. leggjum við til, að 2. málsgr. 5. gr. falli niður. Um þessar breyt. hefur allshn. orðið sammála, og ég skal taka fram, að hæstv. félmrh. hefur einnig fallizt á þær, en hins vegar er mér allsendis ókunnugt um, hvernig afgreiðslu málið kann að fá í Nd., ef þessar breyt. verða samþ. hér. Loks vil ég geta þess, að verði till. n. samþ., mun ég taka mína brtt. á þskj. 59 aftur, en verði till. n. felldar, óska ég eftir, að hún komi til atkv., og vænti því, að hún verði borin upp á eftir till. nefndarinnar.

Um till. á þskj. 60 skal ég ekki fjölyrða fyrr en ég hef heyrt hv. flm. gera grein fyrir henni, en mér er óhætt að segja, að meiri hl. n. er henni ekki samþykkur.