07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

22. mál, gagnfræðaskólar

Frsm. (Bjarni Bjarnason) :

Á þingi 1940 lá

fyrir frv. í Ed. um breyt. á gagnfræðaskólal. í þá átt, að Seyðisfjarðarbær yrði tekinn með í tölu þeirra bæja, sem rétt hefðu til að stofna gagnfræðaskóla. Málið mun hafa komizt í gegnum Ed. ágreiningslaust, en af einhverjum ástæðum dagaði það uppi í þessari hv. d.

Nú hefur menntmn. flutt þetta mál, eftir ósk hv. þm. Seyðf., og breytt því þannig frá því, sem áður var, að Akranes verði einnig tekið inn í frv. En sú breyt. er gerð samkvæmt ósk ráðamanna á Akranesi og hv. þm. Borgf.

Ég vil vænta þess, að málið megi ganga fljótlega í gegnum þessa hv. d. og verða að l., því það mun eflaust vera vilji þingsins. En menntmn. mun ekki óska að gera neinar breyt. við það eins og það nú er.