07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

22. mál, gagnfræðaskólar

Frsm. (Bjarni Bjarnason) :

Ég tel nú ekki í

mínum verkahring að svara fyrirspurn hv. þm. En ég held, að ég muni það rétt, að það mál, sem fyrir honum vakir í þessu sambandi, muni vera um stofnun búnaðarskóla á Suðurlandsundirlendinu, og því máli mun hafa verið vísað frá með rökst. dagskrá og þar af leiðandi ekki viðkomandi menntmn. á þessu stigi. Ég get ekki upplýst um það, hvort ríkisstj. muni hafa skipað milliþn. í skólamálum, eins og gert var ráð fyrir á síðasta þingi. Og því miður er sá ráðh. ekki viðstaddur, sem fer með menntamál, en hugsanlegt væri, að þeir ráðh., sem nú eru hér staddir, vissu hvort þessi n. hefur verið skipuð.

Ég vildi svo óska, að þetta mál fengi að ganga til 2. umr., jafnvel þó einstaka hv. þm. kunni að vera óánægður með afgreiðslu annarra mála.