04.11.1941
Neðri deild: 12. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

10. mál, vatnalög

Bjarni Ásgeirsson:

Ég hef fengið ósk um það frá oddvitanum í Borgarnesi að bera fram brtt. við þetta frv. og þær brtt., sem hér liggja fyrir við frv., þess efnis, að þær undanþágur frá vatnal., sem í frv. er farið fram á, að heimilaðar verði að því er snertir Bolungavík, og í brtt. að heimilaðar verði að því er Akranes snertir, nái einnig til Borgarneskauptúns. Borgarnes hefur nú ráðizt í allmikla og dýra vatnsveitu, þar sem vatn til kauptúnsins er tekið sunnan fyrir fjörð. Og þó að það hafi heppnazt að fá setuliðið, sem nú hefur aðsetur í Borgarfirði, til þess að taka verulegan þátt í kostnaðinum við þessa vatnsveitu, þá hefur þetta fyrirtæki samt orðið svo dýrt, að þeir, sem að því standa í Borgarnesi, sjá sér ekki fært að rísa undir kostnaðinum af því með þeim vatnsskatti, sem heimilaður er skv. gildandi vatnal. Skv. þessu leyfi ég mér að bera fram skrifl. brtt. við brtt. á þskj. 24, frá hv. þm. Borgf., sem er þannig –með leyfi hæstv. forseta :

1. Í stað orðanna „og Bolungavík“ í 1. tölul. brtt. komi: í Bolungavík og í Borgarnesi. 2. Við 3. tölul. Liðurinn orðist svo :

Fyrirsögn frv. skal orða svo :

Frumvarp til laga um vatnsskatt á Akranesi, í Bolungavík og í Borgarnesi. Ég leyfi mér að leggja þessa skrifl. brtt. hér fram og afhendi hana hæstv. forseta.