04.11.1941
Neðri deild: 12. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (234)

10. mál, vatnalög

Flm. (Sigurður Kristjánsson) :

Ég heyrði ekki skrifl. brtt., en tel víst, að hún sé sams konar og brtt. hv. þm. Borgf., og hef ég ekki á móti því, að slík brtt. nái fram að ganga. Þetta er sjálfsagt ekki nema nauðsynjamál fyrir þessi þorp að fá þessu breytt, eins og það er nauðsynjamál fyrir Bolungavík.

Um till. hv. 2. þm. Skagf. um það, að n. athugi málið, vil ég taka fram, að ég hef ekkert á móti því í sjálfu sér, ef það tefur ekki málið svo, að það verði ekki samþ. á þessu aukaþingi. En mér datt í hug, hvort ekki mundi vera unnt að láta málið bara ganga til n. á milli 2. og 3. umr. Ef málinu verður vísað til n., sem þá líklega verður allshn., vil ég beina því til hæstv. forseta, hvort hann sér sér ekki fært að hafa þá meðferð á málinu, sem ég nefndi.

Að síðustu vil ég, skv. ábendingu eins hv. þm., vekja athygli á því, að það mun vera prentvilla í brtt. á þskj. 24, síðari mgr. 1. gr.; þar stendur „hámark“, en mun eiga að vera lágmark. (PO: Já, það er rétt).