11.11.1941
Neðri deild: 20. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (238)

10. mál, vatnalög

Frsm. (Emil Jónsson) :

Við 1. umr. var augljóst, að þetta mundi ekki fara til n., en við 2. umr. komu fram brtt., sem fara í þá átt, að fjölga þeim stöðum, er 1. ná til. — Þar er lagt til, að auk Bolungavíkur komi einnig Akranes og Borgarnes. Enn fremur hafa komið tilmæli um, að frv. yrði fellt inn í vatnal. sem almenn, óstaðbundin heimild, svo ekki þurfi frekari lagasetningar við, ef um fleiri staði verður að ræða. blálinu var svo vísað til allshn. og umr. frestað.

N. hefur nú athugað málið og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það kom frá flm., þó með þeim breyt., að ekki skuli tilgreindir vissir staðir, heldur verði frv. fellt inn í vatnal. sem óstaðbundin heimild fyrir þá kaupstaði og kauptún, sem kynnu að vilja notfæra sér þetta, og sem afleiðing af þessu leggur n. til, að frv. heiti : Frv. til 1. um breyt. á vatnal. — Breyt. á 1. gr. er þannig: „Þó er bæjarstjórn heimilt, þegar brýna nauðsyn ber til, að fengnu samþykki ráðh., að hækka gjald þetta allt að þrefaldri þeirri upphæð“ o. s. frv. — Þarna eru aðeins nefndar bæjarstjórnir, en ekki sveitarstjórnir, og er það vegna þess, að í 2. gr. vatnal. stendur, að sveitarstjórnum sé heimilt að fara eins að og bæjarstjórnir. Þetta er mikið nauðsynjamál, því að vitað er, að þetta er með fyrstu verklegu framkvæmdum, sem hver kaupstaður og kauptún gera. — Hins vegar er vitað, að vatnsveitulán hefur hækkað frá því fyrir stríð, en fasteignamat húsa er óbreytt, og verður því að taka það til greina. Með þessum breyt. leggur n. til, að frv. verði samþ.