04.11.1941
Efri deild: 9. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

8. mál, lántaka fyrir síldarverksmiðjur ríkisins

Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Hv. 1. þm. Reykv., sem er frsm. fjhn. í málinu, er ekki staddur hér í hv. d., og. þykir mér því rétt að skýra nokkuð frá brtt. okkar á þskj. 27. Í a-lið I. brtt. er lagt til, að orðin „eða jafngildi þess fjár í erlendum gjaldeyri“ séu niður felld úr 1. gr. frv. Okkur þykir þetta óþarft, þar sem lánið mun tekið hjá Landsbanka Íslands og búið mun vera að nota mikið af þessu láni nú þegar. — Í b-lið sömu brtt. er lagt til, að við 1. gr. frv. bætist ný málsgr., svo hljóðandi: „Gera skal mönnum kost á þátttöku í láni þessu í bönkum landsins og útibúum þeirra, svo og í sparisjóðum í öllum héruðum landsins: Gert er ráð fyrir, að lánið verði boðið út sem önnur lán, og þótti því rétt að hafa þetta ákvæði, svo að mönnum þeim, sem það vildu, gæfist kostur á að kaupa þessi skuldabréf.

Þá er II. brtt, okkar, að fyrirsögn frv. verði eins og á 27. þskj. segir.

Ég skal geta þess, að þessar brtt. eru gerðar í samráði við hæstv. fjmrh.