07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í C-deild Alþingistíðinda. (426)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Pálmason:

hað verður að ráðast, hvort mér og hæstv. fjmrh. verður betur trúað í þessu máli en hæstv. viðskmrh. og hv. þm. V.-Húnv. Vegna ummæla hæstv. ráðh. um, að miðað hafi verið við skatt af tekjum ársins 1939, vil ég taka fram, að þetta er fjarstæða. Deilurnar stóðu ekki um þetta, heldur í sambandi við gróða útgerðarfyrirtækjanna árið 1940 og þræturnar, sem um þetta stóðu í samninganefndinni, voru auðvitað um það, hvort skattur og útsvar 1940 skyldu frádráttarbær 1941 eða ekki. En það sjá allir, að þýðingarlaust var að deila um þetta atriði, ef síðan átti að kippa burt ákvæðinu áður en það kæmi til framkvæmda. Þetta er augljóst. Hitt datt engum í hug, að þetta væri frambúðarsamningur, en Framsfl. ætlar auðsjáanlega að skjóta sér á bak við það, að ráðherrar okkar voru svo óvarfærnir að krefjast þess ekki, að samningurinn væri skriflegur.