07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í C-deild Alþingistíðinda. (427)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Það vita allir, að það var aldrei minnzt á skattaálagningu á tekjur 1941 í sambandi við þessa samninga. Þætti mér gaman að fá ummæli hv. þm. A.-Húnv. um hið gagnstæða staðfest af ráðherrum Sjálfstfl., er sæti áttu í nefndinni.

Ég vil enn spyrja hv. þm. A.- Húnv.: Hvernig áttum við á þingi 1941, síðasta þingi kjörtímabilsins, að semja um afgreiðslu skattamála á Alþ. 1942? — Það er Alþ. 1942, sem ákveður, hvernig tekjur ársins 1941 skuli skattlagðar, og þá einnig, hvort við þá álagningu skuli draga frá skatta fyrri ára. — Þetta eitt er óræk sönnun þess, að enginn fótur er fyrir staðhæfingum hv. þm. A.-Húnv.

Svo endar hv. þm. ræðu sína á þessum orðum : „Það datt engum í hug, að þetta væri frambúðarsamningur: — Já, það er alveg rétt. Allt annað er hreinn heilaspuni hv. þm., fundinn upp á eftir. — Vil ég mælast til, að ráðherra Sjálfstfl., hæstv. fjmrh., staðfesti, að hv. þm. A:-Húnv. fer rangt með. (JPálm: Hæstv. fjmrh. er búinn að staðfesta, að minn framburður er réttur.) Það er ekki rétt, eins og allir hv. þdm, hafa heyrt enda er hv. þm. A.-Húnv. einum trúandi til að bera fram slíkar fullyrðingar.