12.11.1941
Efri deild: 14. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í C-deild Alþingistíðinda. (453)

6. mál, stimpilgjald

Magnús Gíslason:

Herra forseti! Eins og hv. frsm. gat um, hefur fjhn. verið að fjalla um endurskoðun á 1. um stimpilgjald. En athugun þessa máls er ekki lokið enn, og get ég því fallizt á till. í hinni rökst. dagskrá. Þegar gildandi l. voru sett, 1921, var fyrst ákveðið jafnt stimpilgjald af afsölum og kaupsamningum. L. voru sniðin eftir löggjöf Norðurlanda um þetta efni, en þó vikið frá, t. d. voru gjöldin hærri í okkar 1. Ástæðan var sú, að það vantaði fé í ríkissjóðinn, þegar 1. voru samin, en það getur líka hafa vakað fyrir flm., að rétt væri að hafa gjöldin svo há, til að reyna að stemma stigu fyrir of miklu braski með fasteignir. En einmitt af því, að gjaldið var ákveðið svo hátt, hefur alltaf viljað við brenna, að menn hafa reynt að skjóta sér undan ákvæðum l. með því að tilgreina lægra kaupverð en hið raunverulega. Síðan l. voru sett 1921, hefur gjaldið fyrst verið hækkað um 25%, þá um 12% og er nú 40%.

Í ráðuneytinu hefur mönnum ekki komið annað betra ráð til hugar en að miða við fasteignamatsverð.

Fleiri ákvæði eru í 1., sem þyrfti að breyta, t. d. um stimpilgjald af skipum. Oft er erfitt að fá fram hið raunverulega verð skipanna. Mætti ef til vill miða gjaldið við stærð skipanna fremur en kaupverð.

Þá á t. d. að greiða tvöfalt stimpilgjald, þegar fasteign er afsöluð hlutafélagi, en ekki þegar skip er afsalað hlutafélagi.

Það er varhugavert að fara inn á þá braut, sem hv. frsm. minntist á, að ákveða gjaldið mismunandi fyrir mismunandi fasteignir, því að þar sem er bara ein fasteignamatsn., er verðmæti þeirra eins rétt metið og hægt er innbyrðis. En á fasteignamatinu er byggður fasteignaskattur manna og framtal til eignarskatts. Ég er ekki hræddur um, að með núverandi fyrirkomulagi á fasteignamati þurfi þar að vera mikið ósamræmi.

Ég legg til, að rökst. dagskráin verði samþ.