05.11.1941
Efri deild: 12. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í C-deild Alþingistíðinda. (464)

18. mál, útsvör

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þó að allshn. flytji þetta frv., eins og getið er um í upphafi grg. þess, þá hefur n, samt ekki bundið sig í öllum atriðum við það. N. játar, að rök þau, sem skattstjórinn í Reykjavík færir fyrir því að vera leystur undan þessu starfi, séu að vísu eðlileg, en virtist, að með þessari breyt. væri sá ljóður á ráði, að Reykjavík verður þar með slitin út úr því kerfi, sem ákveðið er í 1. um þessi mál. Í öllum kaupstöðum landsins er gert ráð fyrir, að formaður skattan. sé í niðurjöfnunarn., og er þetta eðlilegt og nauðsynlegt, því tæplega er hægt að búast við, að niðurjöfnun fari fram nema í samstarfi við. skattan., og hlýtur að vera meiri nauðsyn á þessu í Reykjavík heldur en í öðrum kaupstöðum landsins, því að í Reykjavík er svo gífurlegur fjöldi þeirra, er telja fram til skatts. N. telur því nauðsynlegt að fá frest til að athuga málið milli 2. og 3. umr. þess og gera á því breyt. En n. hefur fullan skilning á, að rök skattstjórans séu mikilvæg, en ég get hugsað, að stofnun eins og skattstofan sé svo liði skipuð, að ekki þurfi að slíta þetta úr tengslum. — Ég vildi láta þetta koma fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, þó breyt. komi frá allshn. Öll n. er sammála um, að athuga beri frv. vel áður en ákvörðun er tekin um það að slíta þau tengsl, er að framan er getið.