19.11.1941
Efri deild: 22. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í C-deild Alþingistíðinda. (475)

20. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Erlendur Þorsteinsson:

Ég vildi gera stuttlega grein fyrir fyrirvara mínum,. sem kemur fram á þskj. 56. Ég taldi rétt að leggja til, að 1. yrðu aðeins framlengd um eitt ár í senn, því að sjálfsagt væri, að Alþ. meti í hvert sinn ástæður til framlengingarinnar. Nú er það svo, að Vestmannaeyjum mun ekki vera brýn þörf á þessu og ef til vill minni en sumum öðrum kaupstöðum á landinu, sem hefur verið neitað um rétt til að leggja á vörugjald, og ég hef alltaf talið vörugjald áréttmætara en útsvör. En ef útsvarsl. er ekki breytt svo, að menn geti ekki flutzt af staðnum, þar sem þeir hafa atvinnurekstur sinn, og rekið þó atvinnu á þeim stað án þess að borga útsvar, þá rekur að því, að taka verður upp nýjar tekjuöflunaraðferðir. En aðalástæðan til þess, að ég vil veita þetta leyfi, er þó sú, að nú rekur að því, að Vestmannaeyingar flytji út mikinn hluta af fiski sínum, frosnum eða ísuðum, en Bretar eiga enn að greiða öll þau útflutningsgjöld, sem þeir áttu að greiða, þegar gengið var frá samningum við þá um þetta. Við Íslendingar höfum hins vegar ekki borið svo góðan hlut frá borði í þeim viðskiptum, að ástæða væri til að afnema nokkur þau gjöld, sem féllu þaðan í okkar hlut.