10.11.1941
Sameinað þing: 11. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í D-deild Alþingistíðinda. (490)

1. mál, eyðingar á tundurduflum

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Ég vil fyrir hönd okkar flm. þessarar till. til þál. votta fjvn. þakkir fyrir góð skil þessa máls. Ég sé, að rannsókn n. á málinu hefur leitt í 1jós þörf þess, er okkur flm. grunaði, að fleiri skip ynnu að eyðingu tundurduflanna en verið hefur að undanförnu.

Um orðabreyt. n. þarf ég ekki að fjölyrða. Þær raska í engu meiningu okkar flm., og felli ég mig þess vegna við þær, ekki sízt þegar þeim fylgir jafneindregin áskorun til hæstv. ríkisstj. og fram kom í ræðu hv. frsm. fjvn.

Hæstv. forsrh. minntist á það við fyrri umr. þessa máls, að það væri út af fyrir sig gott, að till. kæmi fram, þar sem með samþykkt hennar á Alþ. væru staðfestar aðgerðir ríkisstj. í málinu. En ég vil leyfa mér að vona, að samþ. Alþ. og það, hvernig fjvn. hefur snúizt við málinu, megi einnig verða til þess, að ríkisstj. auki frekar en hitt starfsemina til þess að eyða tundurduflum á siglingaleiðum og til að eyðileggja þau dufl, sem á land berast.

Ég þarf svo ekki að fjölyrða um þetta mál, en vona, að það fái rétta afgreiðslu hér á hv. Alþ.