10.11.1941
Sameinað þing: 11. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (541)

9. mál, trúnaðarbrot við Alþingi

Forseti (HG) :

Ég vil bara taka það fram, varðandi vottorðið, að sá er . munur á í þessu efni, að þar er ekki um neinn vafa að ræða, að ég hef gefið þær upplýsingar, og ég verð að sjálfsögðu að taka þeim afleiðingum, er af því kann að leiða. Það þarf enginn að bera sök á því nema ég. Sá er reginmunurinn á þessu tvennu.

En varðandi það, sem hæstv. ráðh,. minntist á, hvernig því mundi tekið, ef fleiri hv. þm. bæðu um slík vottorð, þá munu að sjálfsögðu verða teknar ákvarðanir um, hvernig slíkum beiðnum skuli svarað.