19.11.1941
Efri deild: 24. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

Starfslok deilda

Magnús Jónsson:

Ég vil fyrir mína hönd og sennilega d. allrar þakka hæstv. forseta fyrir þessi hlýlegu orð í garð dm. og óskir hans. Ég vil einnig færa fram þakklæti d. nú eins og fyrrum til hans fyrir lipurð og góða fundarstjórn. Það má kannske segja, að það hafi reynt öllu minna á hana nú en oft áður, þar sem störfin hafa ekki verið þau, að skorizt hafi í odda. Við þekkjum það hins vegar vel, hve hæstv. forseti er laginn að milda, þegar slíkt kemur fyrir, og haga störfum þannig, að ekki verði meiri árekstrar en nauðsynlegt er .

Ég vil svo óska hæstv. forseta góðrar ferðar heim og góðrar heimkomu.