27.10.1941
Efri deild: 5. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (79)

2. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þetta frv. er bráðabirgðalög, sem ríkisstj. leggur fyrir þingið til samþykktar, gefin út 18. júlí s. 1. Á síðasta þingi voru samþ. breyt. á 1. frá 1938 um vátryggingarfélög vélbáta; m. a. fjölluðu þær um stríðsvátrygging báta og veiðarfæra. Ekki var ákveðið sérstaklega, að breyt. gengju þegar í gildi, og hefði það þá eigi orðið fyrr en 12 vikum eftir birting þeirra í Stjórnartíðindum. Nú þótti nauðsyn til bera, að þær gengju í gildi tafarlaust, og má rétt vera, að einhverjir hafi þá þegar viljað vátryggja báta sína skv. þeim. Því var það ákveðið með þessum brbl. Hvernig sem um þetta frv. fer, eru brbl. búin að gera sitt gagn og þýðing þeirra öll um garð gengin. Einn nm. vantaði í sjútvn., en þar sem svona stóð á, þótti okkur það ekki næg ástæða til að fresta afgreiðslunni, og leggur n. til, að frv. verði samþ.