28.04.1942
Sameinað þing: 9. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (1000)

42. mál, aðstoð við íslenzka námsmenn á Norðurlöndum og í Þýzkalandi

*Frsm. (Emil Jónsson):

Fjvn. athugaði till. og var sammála um að leggja til, að hún yrði samþ., aðeins með þeim breyt., að það sé greinilega tekið fram í till., að um styrki sé eingöngu að ræða til íslenzkra námsmanna. N. leggur svo til, að aftan við bætist, að þeir, sem njóta styrksins, njóti hans aðeins venjulegan námstíma.

Till. er flutt til þess að styrkja íslenzka námsmenn á meginlandi Evrópu. Styrkir til Norðurlanda og Þýzkalands voru yfirleitt miklu lægri en þeir eru nú til Ameríku. Má því skoða þessa styrki til samræmingar á því.

Ég fjölyrði svo ekki frekar um málið, en n. leggur til, að till.samþ.

Um brtt. hv. 3. þm. Reykv., er fer svolitið í aðra átt, er það að segja, að n. leggur ekki til, að hún verði samþ. En í þeirri till. er gert ráð fyrir að binda sig ekki við Evrópustúdenta eingöngu, einnig gerir till. ráð fyrir, að t.d. skólagjöld, er stúdentar þurfa að greiða, séu greidd fyrir þá. En n. leggur sem sagt ekki til, að sú till.samþ.