20.04.1942
Efri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (102)

3. mál, útsvör

*Frsm. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég skal lýsa afstöðu minni til þeirrar breyt., sem þetta frv. hefur tekið í hv. Nd., sem hv. frsm. meiri hluta allshn. lýsti, að ég sé út af fyrir sig ekkert við hana að athuga, og gæti ég því greitt atkv. með frv. hennar vegna, ef ég væri samþ. því að öðru leyti.

Hins vegar hefur 2. gr. frv., sem er aðalkjarni þess, ekki tekið neinum breyt. í hv. Nd., og er þá sýnt, að þingvilji er fyrir þessari breyt., sem með frv. er lagt til, að gerð verði á l. Ég mun því samt sem áður ekki ganga með málinu, þó að þessi breyt. hafi verið gerð á frv., þar sem ég álít, að hér hafi verið skakkt að farið, eins og ég áður hef bent á.

En ég vildi gjarnan koma fram einni leiðréttingu. við þetta frv. Það er svo gert ráð fyrir í þessu frv., að formaður niðurjöfnunarn. í Reykjavík skuli kosinn til eins árs í senn. Ég tel, að það sé ekki heppilegt, að einnig sé hægt að skipta um formann niðurjöfnunarn. árlega eins og hina nefndarmennina. Ég hef rætt við menn úr niðurjöfnunarn. um þetta atriði, og þeir telja, að það mundi vera til bóta, ef í frv. væri komið ákvæðum, sem tryggðu, að formaður þessarar n. sæti a.m.k. út það kjörtímabil, sem umboð bæjarfulltrúa gildir fyrir. Með því mundi skapast meiri festa í störfum þessaran n., ef tryggt væri, að formaðurinn gæti verið svo langan tíma sem oddamaður í n., því að annars gæti verið möguleiki til að skipta um alla nefndarmennina í einu. En störf þessarar n eru svo vandasöm, og það kostar svo mikla reynslu og kunnugleika að geta leyst þau vel af hendi, að það er nauðsynlegt, að sá, sem á að leiða þessa n., sé ekki þannig settur, að hægt sé að taka hann út úr starfinu eftir eitt einasta ár.

Ég hef því leyft mér að bera fram við frv. skrifl. brtt. um þetta atriði, sem ég hef þegar afhent hæstv. forseta. Það var meira fyrir gleymsku en að það væri af öðrum ástæðum, að þessi brtt. var ekki látin koma fram í hv. Nd.