30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (1040)

74. mál, lendingarbætur í Skipavík

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Sjútvn. hefur athugað þetta mál og átt tal við vitamálastjóra um það, að fram fari nokkur athugun á aðstöðu til lendingarbóta á þessum stað og gerð yrði áætlun um það verk. Vitamálastjóri lét það álit í ljós, að þetta mundi vera sá staður á þessari leið, sem líklegastur væri til þess að gera að öruggu lægi fyrir fiskibáta. N. leggur til, að frv. verði samþ., en þó með þeirri breyt., að á eftir 3. gr. komi ný gr., sem verður 4. gr., og et það til samræmis við ákvæði annarra l., sem í gildi eru um lendingarbætur.