30.04.1942
Sameinað þing: 10. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í D-deild Alþingistíðinda. (1058)

77. mál, menntaskólinn í Reykjavík

Forseti (GSv):

Ég verð að geta þess, vegna ummæla, sem fram hafa komið um skilning á þessari þáltill., og af því að hún er tekin á dagskrá með vissu formi, að í þáltill. er ekki talað um neina nefnd, sem skipa eigi, heldur að ríkisstj. undirbúi og láti leggja fyrir næsta þing till. í málinu, enda er ekki gert ráð fyrir neinum kostnaði við milliþn. í þáltill. Þess vegna var þáltill. líka tekin þannig á dagskrá, að henni var ætluð aðeins ein umr.