20.04.1942
Efri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (107)

3. mál, útsvör

*Frsm. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég sé ekki í fljótu bili, að skrifl. brtt. geti ekki komizt að vegna þess, að hún skemmdi form frv. (IngP: Hún getur komizt að þess vegna. í En það er náttúrlega leið, ef hv. 2. þm. S.-M. vill fá málinu frestað til þess að koma þessu í hið æskilega form, og væri að mínu áliti æskilegt, að málinu yrði frestað til þess.

En hæstv. fjmrh. telur, að í raun og veru geti bæjarstjórn ráðið þessu. Jú, það er gott og blessað. En það geta ráðið því ýmis öfl innan bæjarstjórnarinnar, hvort formaður þessarar n. er lengur eða skemur í starfinu. Hugsanlegt er nú, að í formannssætið hafi valizt maður, sem úr því vildi losna og fara í annað, þó að hann væri búinn að vera aðeins stuttan tíma í starfinu, og það getur alltaf komið fyrir. Þá er það ekki nema eftir gildandi l., að skipt sé um manninn eftir stuttan tíma. En ef það væri vitað, að kjósa ætti formanninn til 4 ára, þá eru líkur til þess, að ekki yrði fyrir valinu annar maður en sá, sem líklegt þætti, að mundi gegna því þau 4 ár. Og ég tel því að þessu leyti öruggara að hafa ákvæði minnar skrifl. brtt. í l.