21.05.1942
Sameinað þing: 19. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (1113)

135. mál, brúarstæði á Hofsá í Álftafirði

Flm. (Ingvar Pálmason):

Ég vil aðeins segja örfá orð.

Það er alkunna, að Hofsá er mikill farartálmi á póstteiðinni. Nú er vegur kominn suður undir hana og nálgast að sunnanverðu, en brúarstæði hefur enn ekki verið athugað né ákveðið. Um fleiri en eitt gæti verið að ræða. Það veldur því erfiðleikum um vegalagningu að ánni að vita ekkert, hvar brúin verður byggð. Væntanlega yrði vegamálastjóra falið að framkvæma þessa athugun.

Ég vænti þess, að hv. Alþ. samþykki þessa till.