21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í D-deild Alþingistíðinda. (1117)

143. mál, alþýðutryggingalöggjöfin

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti ! tilefni þessarar þáltill., sem allshn. flytur, er í fyrsta lagi það, að n. hafa borizt ýmsar till. um breyt. á þessari löggjöf og nú á þessu þingi frv. á þskj. 79, 118 og 110. Þau frv. miða öll að verulegum efnisbreytingum á alþýðutryggingalöggjöfinni. Fyrsta málið var ýtarlega rætt í n., en hún varð ekki sammála, og aðeins minni hl. skilaði áliti. Einnig varð sýnt, að ekki yrði samkomulag um hin frv. Eina leiðin virðist vera að láta undirbúa málið rækilega í heild fyrir næsta þing, eins og till. þessi fer fram á. Þörf er aðkallandi fyrir umbætur, og ætti ríkisstj. að geta hraðað verki svo, að hún léti leggja frv. um þetta efni. fyrir þing, sem væntanlega kemur saman í haust, svo að l. gætu komið til framkvæmda frá nýári, — hvort sem þingið getur samþ. till. ríkisstj. óbreyttar eða ekki. Allmikil reynsla hefur nú fengizt á I. á þeim 5 árum, sem liðin eru, síðan þau voru sett. Verður að sjálfsögðu að neyta hennar sem bezt og leita tillagna hjá sjúkrasamlögum ekki sízt hjá S.R., sem er fjölmennast þeirra allra og hefur vafalaust sínar óskir fram að bera. Vitanlega þarf að leita til Tryggingarstofnunar ríkisins, og ýmis atriði er rétt að bera undir Vinnuveitendafélag Íslands og Alþýðusamband Íslands. Að sjálfsögðu mun ríkisstj. hafa forustu þessara mála og fela tryggingafróðum manni að vinna verkið. Eitt af því, sem brýnast er að breyta, eru ákvæðin um bætur allar eða styrki, og þarf að hækka þá stórum frá því, sem er, og er það í samræmi við kröfur þær, sem þinginu hafa borizt. Verði þeir hækkaðir, er það annað álitamál, hvort réttara sé að greiða bætur allar í einu eins og nú eða sem lífeyri smátt og smátt, sem gæti þá orðið framfærslueyrir fyrir þá, sem hans þurfa að njóta. — Í trausti þess, að hv. þd.n. sammála um aðalatriðið, þörfina að undirbúa málið, leggur n. til, að till. verði samþ.