20.05.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í D-deild Alþingistíðinda. (1122)

134. mál, stjórnarskrárnefnd

*Sigurður Kristjánsson:

Við hv. 7. landsk., hv. þm. V.-Sk. og hv. þm. V.-Ísf. höfum flutt hér brtt. á þskj. 422 við þáltill. á þskj. 394. Ég er að sönnu síðastur flm., en ég sé, að tveir þeirra eru fjarverandi, og sá þriðji er hæstv. forseti, og hef ég því kvatt mér hljóðs. Vegna efnis till. er ekki ástæða til að flytja langt mál. Breyt., sem farið er fram á að gera á aðaltill., er einkum í því fólgin, að lagt er til, að n. hafi lokið störfum sínum fyrir næsta þing, svo að breyt. þessi, sem fyrir liggur, þarf ekki að dragast lengur en til hins væntanlega haustþings.

Þetta þurfti engum að koma á óvart, hvorki flm. till. á þskj. 394 né öðrum, því að við höfðum boðað það í nál. okkar, að við mundum bera fram till. um þetta efni, og því hafði verið lýst yfir hér á þingi. En þó að þessir áhugamenn yrðu fyrri til að bera fram till. um þetta efni, sáum við ekki ástæðu til að koma með nýja till., heldur aðeins brtt. við þá till. Það er sem sé fyrirhugað strax, að við, sem höfum áhuga fyrir því að breyta stjskr. landsins í það horf, að betur verði í samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggði þjóðinni fyllra lýðræði en nú, við höfðum alveg ákveðið, að þetta skyldi verða nú þegar. Það þarf þess vegna engan að undra, þótt við viljum ekki láta það alveg óumrætt í till., hvenær n. á að hafa lokið störfum. Þessi ákvörðun var líka alveg eðlileg afleiðing af því, að það var tilgangur sumra þeirra manna, sem nú standa að frv. um breyt. á stjórnarskránni, sem liggur fyrir, að stjskr. yrði endurskoðuð nú þegar á þessu þingi. Og einn flm. þessarar tili., hv. þm. V.-Sk., lagði það beinlínis til, af því að það var skoðun hans, að það mundi vinnast tími til að ljúka því á þessu þingi. Við hinir álitum hins vegar, að tíminn væri heldur naumur, en vildum þó ekki fresta verkinu meira en það minnsta, sem komast mætti af með.

Hv. þm. Barð. taldi, að bæði væri tími skammur, og einnig skildist mér hann álíta, að það, að bera slíka brtt. fram á næsta þingi, mundi brjóta í bág við stjórnarlög landsins. Ég held, að hvort tveggja þetta sé hin mesta firra. Og þó að ég væni hann sízt allra flokksmanna hans að vera með tregðu í sjálfstæðismálum okkar, þá hygg ég nú samt, að nokkur áhrif hafi haft á hann sú almenna tregða, sem verið hefur og er hjá Framsfl. um það að breyta stjórnarlögum landsins í frjálslegra horf en nú er og viðurkenna í verki í stjskr. sjálfri það lýðræði, sem flestir þykjast vera að fylgja í orði kveðnu, en margir fylgja ótrúlega, þegar til alvörunnar kemur, og mæli ég þetta fyrst og fremst til framsóknarmanna, þó að þeir kunni að eiga þar nokkuð skilið mál, sumir séu þar minna sakbitnir en aðrir.

Ég vil í þessu sambandi benda mönnum á það, að stjórnarl. landsins, sem við búum við, hafa að sjálfsögðu í sér fólgin flest þau atriði, sem verða í stjórnarl. áfram. Þau eru margendurskoðuð af hæfustu mönnum íslenzku þjóðarinnar, stjórnlagafræðingum og öðrum fræðimönnum, og hefur verið mjög vel til þeirra vandað. Það er þess vegna ekki eins og hér ætti að fara að byggja frá grunni alveg nýja byggingu, — að sjálfsögðu verulega og mikils verða breyt., en aðalbyggingin er til. Ég fyrir mitt leyti hef margsinnis farið vandlega yfir stjórnarl., sem nú eru í gildi. Ég hef fyrst og fremst gert það vegna þess, að g ætlast til, eins og hv. þm. V.-Sk., að stjskr. yrði breytt algerlega á þessu þingi, og sótti það allfast. Ég lagði niður fyrir mér allar þær breyt., sem ég áleit, að þyrfti að gera, og færði það í frv.-form. Ég geri ráð fyrir, að aðrir þm. viti, að það stendur fyrir dyrum breyt. á stjórnarl., og hafi þess vegna ekki verið svo tómlátir, að þeir hafi ekki hugsað neitt um þetta mál. Ef þeir hafa látið þetta undir höfuð leggjast, þá sýnir það, að því miður eru á þingi tómlátir menn, sem ekki hugsa fyrir þeim málum, sem eiga að koma fyril á næsta tíma og mest er um vert allra þingmála. Ég er ekki í neinum vafa um, að það er mjög auðvelt að ljúka undirbúningi undir ný stjórnarl. til næsta þings, og vil telja ákaflega léleg vinnubrögð, ef það verður ekki gert. Við höfum á að skipa — að minni hyggju mjög hæfum fræðimönnum um þetta efni. Hitt er ekki eins víst, að menn verði sammála um efnislegar breyt., sumir eru frjálslyndari og framsýnni en aðrir. En enginn vafi er, að þeir, sem hafa setið á þingi árum saman og eru annars starfi sínu vaxnir, þeir eru búnir að hugsa sitt ráð, við hvers konar stjórnarl. þeir vilja láta þjóð sína búa í framtíðinni.

Hitt atriðið, hvort það muni vera stjórnarskrárbrot að afgr. tvö stjórnarskrárfrv. á sama þingi, ætla ég ekki að fara út í frá fræðilegu sjónarmiði. En mjög undrast ég þá skoðun, sem kom fram hjá hv. þm. Barð., að það sé stjórnarskrárbrot að bera fram annað stjórnarskrárfrv. á næsta þingi, þó að þetta þing hafi afgr. breyt. á stjórnarl. Ég veit ekki, á hverju þetta ætti að byggjast, enda tók ég ekki eftir neinu, sem glætt gæti hjá mér efa um, að það væru alveg hárrétt vinnubrögð, ef þinginu sýndist svo. Enda finnst mér það í hæsta máta undarlegur hlutur, ef löggjafinn hefði látið sér detta annað eins í hug. Við skulum hugsa okkur, að við hefðum viðurkennt, að sambandsl. væru í gildi og að það væri ekki hægt að gera breyt. á stjórnarl. landsins að því, er sjálfstæðismálið snertir, fyrr en þau hafa verið úr gildi felld á sama hátt og gert er ráð fyrir í sambandsl. sjálfum. Nú teljum við, að þau séu úr gildi fallin af allt öðrum ástæðum. En væri ekki svo, þá hefði ekki verið hægt að taka þetta mál fyrir árið 1943, ef samþ. hefði verið á næsta þingi á undan önnur breyt. á stjskr. Þetta væri sú mesta fjarstæða. Hér er ekki heldur um það að ræða, að sama þing leggi frumsamþykki á tvær stjskrbreyt., heldur að þing leggi fullnaðarsamþykki á þá frumsamþykkt, sem gerð var á næsta þingi á undan. Það er bersýnilegt, að þegar næsta þing er búið að samþ. stjskrfrv., sem liggur fyrir, þá hefur það óbundnar hendur að gera nýjar breyt. á stjskr., og hvorki stjskr. né venjur né heilbrigð skynsemi getur neitað slíku.

Það má sjálfsagt færa ýmis rök fyrir því

alveg eins og má færa sterk rök á móti því –, að sú breyt. á stjskr. að losa okkur úr tengslum við Danmörk, mætti bíða um eitt ár eða eitt misseri. En það var bara engin raunveruleg ástæða til að sleppa því tækifæri, sem bauðst til að gera þessa stjskrbreyt. án þingrofs. Ef næsta þing, sem væntanlega verður háð í sumar, sam,. þá breyt. á stjórnarl., sem fyrir liggur, leiðir af því kosningar á næsta hausti. Til þess að leggja fyrir þingið frv. um breyt. á stjskr., að því er sjálfstæðismálið snertir, þarf ekki nýtt þingrof til þess að fá fyrir því fullnaðarsamþykkt. Við flm. till. viljum því spara sérstakt þingrof og sérstakar kosningar með því að ljúka málinu á þinginu í sumar. Það eru miklu haganlegri vinnubrögð, auk þess sem nokkur hluti þjóðarinnar mun telja sig vera búinn að bíða það lengi eftir því að öðlast fullkomið sjálfstæði.

Ég vænti, að það sé tilgangslaust að lengja umr. um þetta. Menn eru búnir að gerhugsa málið og ýmsir að ákveða sig, hvort þeir fylgja till. óbreyttri eða brtt. Ég vil láta málið fara undir atkvgr., eins og nú er komið, en vil þó beina þeim tilmælum til hæstv. forseta, að hann átt ekki atkvgr. fara fram nema að þinginu nokkurn veginn fullskipuðu, til þess að koma mætti fram nokkurn veginn réttur þingvilji um málið.