01.04.1942
Efri deild: 26. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í B-deild Alþingistíðinda. (1187)

50. mál, aðstoðarlæknar héraðslækna

Forseti (EÁrna):

Hv. þm. Hafnf. hefur óskað þess, að þessi tvö mál, 1. og 2. mál á dagskránni, verði tekin af dagskrá. Um þessi mál er það að segja, að þau eru bæði flutt af n., og það hafa engar brtt. komið fram við þessi frv: hvort fyrir sig. Ég sé því ekki annað en að ég verði að hlíta óskum n., sem flutti málin, um það, að málin séu látin halda áfram, þar sem hv. frsm. n. mælir gegn því, að málin verði tekin af dagskrá.